Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 12. maí 2021 10:40
Elvar Geir Magnússon
Gluggadagur á Íslandi - Atli Hrafn í ÍBV?
Atli Hrafn í leik með Breiðabliki.
Atli Hrafn í leik með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Félagaskiptaglugginn hér á landi lokar á miðnætti í kvöld. Glugginn opnar svo aftur, að þessu sinni, 29. júní og er opinn til 29. júlí.

Lágmarkstími tímabundinna félagaskipta er á milli tveggja félagaskiptatímabila. Félög geta því ekki lánað leikmenn eftir 12. maí. Leikmenn sem voru lánaðir á milli félaga í glugganum sem nú brátt tekur enda, geta ekki verið kallaðir til baka fyrr en glugginn opnast aftur, í fyrsta lagi 29. júní.

Fótbolti.net mun að sjálfsögðu fylgjast með gangi mála í félagaskiptum í dag.

Atli Hrafn Andrason virðist á leið til ÍBV miðað við Twitter síðu Dr. Football. Atli kom ekki við sögu í fyrstu tveimur leikjum Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni.

Eyjamenn hafa verið að leita að liðsstyrk en þeir töpuðu fyrir Grindavík í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.




Athugasemdir
banner
banner
banner