Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mið 12. júní 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lopetegui horfir til síns fyrrum lærisveins
Mynd: EPA
Max Kilman, miðvörður Wolves, er skotmark West Ham. Julen Lopetegui, nýr stjóri West Ham, er spenntur möguleikanum á því að vinna aftur með Kilman en þeir unnu saman þegar Lopetegui var stjóri Wolves og gerði stjórinn Kilman að fyrirliða sínum.

Hamrarnir fylgdust vel með Kilman á liðnu tímabili en gerðu ekkert formlegt tilboð og Kilman skrifaði undir nýjan fimm ára samning i Wolverhampton.

Lopetegui er mikill aðdáandi Kilman sem er 27 ára og hefur verið hjá Wolves síðan 2018. Saga hans er mjög merkileg og er hægt að lesa meira um hana í hlekknum hér að ofan.

Kilman spilaði alla leiki nema einn undir stjórn Lopetegui og var byrjunarliðsmaður í liði Wolves á síðasta tímabili.

Lopetegui var í rúmlega hálft tímabil hjá Wolves, stýrði liðinu í 23 deildarleikjum tímabilið 2022/23 en hætti svo um sumarið. Hann var í vor ráðinn stjóri West Ham, tók við af David Moyes.
Athugasemdir
banner
banner
banner