Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 29. október 2020 19:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var landsliðsfyrirliði í futsal og lék í utandeildinni - Nú í byrjunarliði Wolves
Mynd: Getty Images
Leið Max Kilman, sem er 23 ára gamall, í úrvalsdeildina er eftirtektarverð. Kilman var í síðustu viku maður leiksins þegar Wolves vann Leeds með einu marki gegn engu.

Þessi ríflega 190cm hái varnarmaður hefur spilað síðustu þrjá leiki sem einn af þremur miðvörðum í varnarlínu Wolves. Hann lagði upp sigurmark Raul Jimenez gegn Leeds og Conor Coady, fyrirliði Wolves, hrósaði honum í hástart eftir leikinn.

Leiðin í úrvalsdeildina hófst þegar Kilman var níu ára gamall þegar hann komst inn í starfið hjá Fulham. Þar var hann í sex ár og lék svo í nokkurn tíma með lítt þekktum félögum: Welling United, Maidenhead United og Marlow. Á sama tíma lék hann futsal, innanhúsfótbolta, og komst í landsliðið þar. Hann lék alls 25 landsleiki á sínum ferli í futsal.

„Ég lærði betur inn á tæknina með því að spila futsal og í dag líður mér mjög vel með boltann. Ég er meðvitaðari með það sem er að gerast í kringum mig og er sneggri að taka ákvörðun," sagði Kilman við Sportbible. Kilman hæti í Futsal þegar hann gekk í raðir Wolves í ágúst 2018. Hann varð þá fyrsti leikmaðurinn í tíu ár sem fór beint úr utandeildinni til úrvalsdeildarfélags. Sá síðasti á undan honum var Chris Smalling sem gek í raðir Fulham árið 2008.

„Ég fór tvisvar til Wolves, í eina viku í senn. Svo tók félagið sér smá tíma til að ákveða sig en svo á lokadegi félagaskiptagluggans ákváðu þeir að fá mig til liðsins. Það var ótrúleg stund, ég bjóst alls ekki við þessu."

Kilman skrifaði undir fimm ára samning þann 21. október. „Stundum hugsa ég: 'Vá ég er í úrvalsdeildinni' ég er ekki enn kominn yfir þá tilfinningu."

Nánar er rætt við Kilman á Sportbible.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner