Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mið 12. júní 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Markvörður West Ham á leið í samkeppni við Rúnar Alex?
Mynd: West Ham
FC Kaupmannahöfn er í markvarðarleit þar sem Kamil Grabara, aðalmarkvörður liðsins síðustu tímabil, er farinn til Wolfsburg.

The Athletic og Tipsbladet orðar Nathan Trott við félagið en hann er markvörður West Ham.

Trott hefur verið á láni hjá Vejle í Danmörku undanfarin tvö tímabil og var valinn í lið ársins fyrir frammistöðu sína í vetur.

Hann er 25 ára og er fæddur í Bermúda en lék fyrir yngri landslið Englands. Hann hefur verið hjá West Ham síðan 2016 og hefur þaðaan verið lánaður til Wimbledon, Nancy og Vejle.

Tipsbladet segir að Trott kosti á bilinu 11-15 milljónir danskra króna.

Ef Trott fer til FCK mun hann berjast við Rúnar Alex Rúnarsson um markvarðarstöðuna. Rúnar Alex gekk í raðir FCK í lok félagaskiptagluggans í vetur, kom frá Arsenal og var varamarkvörður fyrir Grabara.

Athugasemdir
banner
banner