Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. október 2020 12:58
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
41% leikmanna vilja hætta keppni - 39% mótfallnir
Úr könnun Leikmannasamtakana.
Úr könnun Leikmannasamtakana.
Mynd: Leikmannasamtökin
Leik­manna­sam­tök­in hafa birt niðurstöðuna úr skoðanakönnuninni sem fjallað var um í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

Um er að ræða könnun sem gerð var meðal leikmanna Pepsi Max-deildum karla og kvenna.

Meðal annars var spurt: Myndir þú vilja að KSÍ myndi stöðva keppni vegna Covid19 og núverandi tímabili lyki? Reglugerð KSÍ um Covid19 tæki þá við um sætaröðun.

41% leikmanna svöruðu spurningunni játandi, 39% neitandi en 20% svöruðu að þeir væru hlutlausir.

Þegar horft er til karladeildarinnar sögðust 36% vilja stöðva keppni en 44% svöruðu neitandi. Hlutfallið er öðruvísi í kvennadeildinni en þar vilja 47% að keppni verði hætt en 33% að keppni sé haldið áfram.

Hægt er að sjá niðurstöðu könnunarinnar hér að neðan en ar er spurt út í önnur áhrif Covid-19 á íslenska leikmenn.

Í spilaranum má svo hlusta á útvarpsþáttinn en viðtal við Arnar Svein Geirsson, forseta Leikmannasamtakana, kemur eftir um 57 mínútur.


Útvarpsþátturinn - Gamla bandið, Arnar Grétars og leikmannakönnun
Athugasemdir
banner
banner
banner