Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. október 2021 18:36
Brynjar Ingi Erluson
Maignan á leið í aðgerð - Milan ætlar að sækja Mirante
Mike Maignan verður frá næstu vikur
Mike Maignan verður frá næstu vikur
Mynd: EPA
Franski landsliðsmarkvörðurinn Mike Maignan verður ekki með ítalska liðinu Milan í næstu leikjum liðsins en hann er á leið í aðgerð á úlnlið. Antonio Mirante gæti verið á leið til félagsins á frjálsri sölu til að leysa hann af hólmi.

Maignan var keyptur til Milan frá Frakklandsmeisturum Lille í sumar en hann hefur verið að glíma við meðsli í vinstri úlnlið upp á síðkastið og ákvað þess vegna að fara í aðgerð.

Það þýðir að hann missir alla vega af næstu þremur leikjum liðsins en rúmenski markvörðurinn Ciprian Tatarusanu gæti þurft að leysa hann af.

Samkvæmt ítölsku miðlunum ætlar Milan að fá annan markvörð tinn til að veita Tatarusanu samkeppni. Félagið er í viðræðum við ítalska markvörðinn Antonio Mirante.

Mirante er 38 ára gamall og er án félags eftir að samningur hans við Roma rann út í sumar. Hann hefur einnig spilað með Juventus, Sampdoria, Parma og Bologna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner