Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   lau 12. desember 2020 22:36
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Gylfi ætlaði að leyfa Richarlison að taka vítið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti er stoltur af sínum mönnum í Everton fyrir frábæran 1-0 sigur gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Nokkur þúsund áhorfendur fengu að horfa á leikinn og telur Ancelotti stuðningsmennina hafa skipt sköpum.

„Ég er mjög ánægður að hafa sigrað fyrir framan stuðningsmennina. Við spiluðum frábæran leik og mikilvægi stuðningsmanna var augljóst, andrúmsloftið var allt öðruvísi," sagði Ancelotti að leikslokum.

„Það er mjög erfitt að spila við Chelsea. Við unnum þá en þeir eru samt betri heldur en við.

„Við vorum frábærir varnarlega, leikmenn fórnuðu sér og það skóp sigurinn. Leikmenn verða að fórna sér til að halda hreinu gegn liði eins og Chelsea. Við gáfum fá færi á okkur og vorum hættulegir í skyndisóknum, við verðskuldum sigurinn."


Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik og gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 22. mínútu. Richarlison vildi taka vítaspyrnuna og ætlaði Gylfi, sem bar fyrirliðabandið, að leyfa Brasilíumanninum að taka en Ancelotti greip inní.

„Þetta var skrýtið því Gylfi tekur spyrnurnar. Hann ætlaði að leyfa öðrum að fá tækifærið en það er ég sem tek þessa ákvörðun, ekki þeir.

„Gylfi er frábær í vítaspyrnum, hann er ískaldur og þess vegna er hann vítaskyttan okkar. Hann átti stórleik í dag burtséð frá þessari vítaspyrnu."

Athugasemdir
banner