Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 13. janúar 2020 15:11
Elvar Geir Magnússon
Iniesta um Barcelona: Ljót hegðun og óvirðing
Ernesto Valverde.
Ernesto Valverde.
Mynd: Getty Images
Andrés Iniesta fyrrum fyrirliði Barcelona gagnrýnir sitt fyrrum félag. Hann segir að það hafi sýnt þjálfara sínum, Ernesto Valverde, mikla óvirðingu.

Barcelona fundaði með Xavi um að taka við liðinu og Iniesta segir það ljótt að ræða við aðra þjálfara á meðan Valverde sé í starfinu.

Ronald Koeman og Mauricio Pochettino hafa einnig verið orðaðir við starfið en líkur eru á að Valverde verði rekinn.

„Hegðun Barca er ljót. Þú verður að sýna starfandi þjálfara virðingu. Nú er staða Valverde búin að veikjast mikið," segir Iniesta.

Stjórnarmenn Barcelona eru sagðir hafa fundað um Valverde langt fram á nótt og að Josep Maria Bartomeu, forseti félagsins, muni hitta Valverde í dag.

Xavi er sagður hafa hafnað því að taka við Barcelona á miðju tímabili en hann er nú stjóri Al-Sadd í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner