Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   mán 13. janúar 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool kallar ungan leikmann til baka úr láni
Liverpool er að kalla kantmanninn Kaide Gordon til baka úr láni frá Norwich.

Frá þessu greinir The Athletic en Gordon hefur lítið fengið að spila með Norwich.

Hann hefur aðeins byrjað einn leik í ensku Championship-deildinni á yfirstandandi leiktíð.

Gordon er tvítugur og kom til Liverpool frá Derby County fyrir fjórum árum.

Englendingurinn spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu í sigri á Norwich í enska deildabikarnum sama ár, en síðan þá hefur hann spilað sjö leiki og skorað eitt mark.

Mögulega fer hann aftur á láni en það kemur í ljós síðar í þessum mánuði.
Athugasemdir