Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 13. september 2024 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Áhyggjufullur eftir brotthvarf De Ligt - „Eru að hrista hausinn"
Mynd: Getty Images

Lothar Matthaus, goðsögn hjá Bayern, hefur áhyggjur af varnarleik liðsins eftir brotthvarf Matthijs de Ligt til Man Utd í sumar.


De Ligt var ekki fastamaður í liði Bayern á síðustu leiktíð en Matthaus myndi treysta honum frekar en suður kóreska miðverðinum Kim Min-jae.

„Ef De Ligt hefði ekki verið seldur hefði ég ekki áhyggjur af Bayern núna. En mín skoðun á honum er eflaust önnur en fólksins sem stjórnar. Maður verður að sætta sig við þessa ákvörðin en margir, m.a. innan liðsins, eru að hrista hausinn. Því leikmenn vita líka að vörnin er óörugg," sagði Matheus.

„Það er ekki möguleiki fyrir Kim að spila eins og hann gerði í Napoli. Þeir spiluðu öðruvísi. Ég vil ekki móðga Kim en hann nær ekki að sameina hraðan sendingabolta með öryggi sem þarf aftast. Ég kunni ekki að meta það hjá honum frá upphafi."


Athugasemdir
banner
banner