Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   þri 13. október 2020 21:30
Aksentije Milisic
Martinez fyrsti Argentínumaðurinn fyrir utan Messi sem skorar í undankeppni HM í fjögur ár
Þessa stundina eigast við Bólivía og Argentína í undakeppni HM og er staðan 1-1 þegar þetta er skrifað.

Marcelo Moreno kom Bólivíu yfir á 24. mínútu en leikmaður Inter, Lautaro Martinez, jafnaði metin rétt fyrir hálfleik.

Það sem er áhugverðast við þetta mark hjá Martinez er það að hann er fyrsti Argentínumaðurinn fyrir utan Lionel Messi, sem skorar mark í undankeppni HM í fjögur ár.

Ótrúleg staðreynd hér á ferð en þetta er annar leikur liðsins í undankeppni fyrir HM 2022.




Athugasemdir
banner
banner
banner