Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 13. nóvember 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - U19 mætir Belgíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum fæddum 2001 og síðar mætir Belgíu í fyrsta leik í undankeppni fyrir EM á næsta ári. Íslenski hópurinn er sterkur og má skoða hann með að smella hér.

Undanriðillinn fer fram í Belgíu næstu daga og er Ísland einnig með Grikklandi og Albaníu í riðli.

Belgía tekur á móti Íslandi klukkan 13:30 í dag og mæta strákarnir aftur til leiks gegn Grikklandi á laugardaginn og Albaníu á þriðjudaginn.

Tvö lið fara áfram upp í næsta undanriðil en að lokum munu 8 þjóðir komast í lokakeppnina sem fer fram í Norður-Írlandi. Norður-Írar eru því með öruggt sæti og er pláss fyrir sjö þjóðir til viðbótar.

Leikir dagsins:
13:30 Belgía U19 - Ísland U19
18:30 Grikkland U19 - Albanía U19
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner