Real Madrid gerir allt til að fá Trent fyrir HM félagsliða - Arsenal og Liverpool gætu haft efni á Isak - Mainoo á förum frá Man Utd?
   sun 13. nóvember 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea ekki unnið í síðustu fimm leikjum - „Nýtum pásuna í að hlaða batteríin"
Mynd: EPA
Graham Potter, stjóri Chelsea, segir að liðið ætli að nýta HM-pásuna í að hlaða batteríin en liðið hefur ekki unnið í síðustu fimm deildarleikjum sínum.

Joe Willock gerði eina mark Newcastle í 1-0 sigrinum á Chelsea í gær en hann skoraði með laglegu skoti við vítateigslínuna eftir að Miguel Almiron hafði leikið Kalidou Koulibaly grátt.

Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár þar sem Chelsea nær ekki að finna í fimm leikjum í röð en Potter vonast til þess að leikmenn mæti ferskari til leiks eftir HM-pásuna.

„Þetta byrjaði ekki vel. Við vissum Ruben snemma og Azpicilueta var í basli í hálfleik. Það var alltof mikið af óþarfa mistökum í fyrri hálfleik og þegar við vorum með boltann þá vantaði þennan herslumun.“

„Newcastle spilar af mikilli ákefð og liðið með mikið sjálfstraust í augnablikinu. Þú getur séð muninn á liðunum með því að horfa á leikjaniðurröðunina.“

„Við reyndum en það vantaði gæðin til að skora. Við þurfum að gera meira. Eddie Howe er að gera frábæra hluti með Newcastle og það kom sér ekki vel fyrir okkur. Við þurfum að sleikja sárin og nota HM-pásuna í að hlaða batteríin,“
sagði Potter.
Athugasemdir
banner
banner
banner