Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 09:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Isak langar að fara til Liverpool - Arsenal ætlar að bíða
Powerade
Alexander Isak hefur verið funheitur síðustu mánuði.
Alexander Isak hefur verið funheitur síðustu mánuði.
Mynd: EPA
Delap hefur vakið athygli með Ipswich.
Delap hefur vakið athygli með Ipswich.
Mynd: EPA
Skrifar Vinicius undir nýjan samning við Real?
Skrifar Vinicius undir nýjan samning við Real?
Mynd: EPA
Alexander Isak er spenntur fyrir Liverpool, Man Utd fylgist með Liam Delap og Arsenal er ólíklegt til þess að fá inn framherja þrátt fyrir að Kai Haivertz verði frá út tímabilið. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins sem tekinn er saman af BBC og er í boði Powerade.



Sænski framherjinn Alexander Isak (25) er mjög spenntur fyrir því að fara til Liverpool. (Teamtalk)

Man Utd fylgist með Liam Delap (22) framherja Ipswich. (Athletic)

Þrátt fyrir mörg meiðsli fram á við þá ætlar Arsenal ekki að leita til samningslausra leikmanna til að fá inn styrkingu núna utan gluggans. (Telegraph)

Isak og Benjamin Sesko (21) eru á meðal leikmanna sem Arsenal skoðar að fá í sumar. (Fabrizio Romano)

Tottenham, Newcastle og Bournemouth hafa öll áhuga á vængmanninum Igor Paixao (24) hjá Feyenoord. (Sun)

Umboðsmaður Vinicius JR (24) hefur sagt Real Madrid hvað leikmaðurinn vill í laun svo hann skrifi undir nýjan samning. Það er áhugi á Vini frá Sádi og risalaunapakki sem stendur honum ti boða þar. (As Diario)

Bournemouth hefur ekki farið í samningsviðræður við stjóran sinn, Andoni Iraola (42), en hann á rúmlega ár eftir af samningi sínum. (Mail)

Inter Milan ætlar að bjóða Marcus Thuram (27) nýjan samning sem fjarlægir riftunarákvæði sem hann er með í samningnum í dag. Það ákvæði hljóðar upp á 75 milljónir punda. Áhugi er á Thuram úr ensku úrvalsdeildinni og frá PSG. (Calciomercato)

Thiago Alcantara (33), fyrrum leikmaður Liverpool, Bayern og Barcelona, fær líklega ekki starf í þjálfarateymi Barcelona því stjórn félagsins er ekki viss um að hann passi þar inn. (Catalunya Radio)

Crystal Palace hefur sett 40-50 milljóna punda verðmiða á Jean-Philippe Mateta sem Barcelona hefur áhuga á. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner