Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
Vonast til að halda Szczesny áfram á næstu leiktíð
Mynd: EPA
Þjálfarateymi Barcelona og stjórnendur félagsins eru gríðarlega ánægðir með pólska markvörðinn Wojciech Szczesny sem var búinn að leggja hanskana á hilluna síðasta sumar.

Hann tók hanskana niður af hillunni til að skrifa undir samning við Barcelona eftir að Marc-André ter Stegen meiddist í haust.

Þessi 34 ára gamli markvörður byrjaði ferilinn hjá Arsenal og varð svo aðalmarkvörður á láni hjá Roma, áður en hann skipti yfir til Juventus og varði mark þeirra í sjö ár.

„Ef Wojciech líður vel þá viljum við halda honum á næsta ári, hann er virkilega duglegur og áreiðanlegur leikmaður. Ég veit ekki hvaða áform hann hefur fyrir næstu leiktíð, við höfum ekki ennþá rætt saman en munum gera það bráðlega," segir Deco, yfirmaður íþróttamála hjá Barca.
Athugasemdir
banner
banner
banner