Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 14. mars 2023 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar riftir hjá Fram
Lengjudeildarmeistari sumarið 2021.
Lengjudeildarmeistari sumarið 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Gunnar Gunnarsson er farinn frá Fram, samningi hans hefur verið rift.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net náðist samkomulag milli beggja aðila um að rifta skyldi samningnum sem gilti út tímabilið 2023.

Hann hefur verið hjá Fram síðan 2019 þegar hann kom frá Þrótti um mitt tímabil. Hann var byrjunarliðsmaður þegar Fram vann Lengjudeildina með yfirburðum tímabilið 2021 og lék á síðasta tímabilið sjö leiki þegar Fram var nýliði í Bestu deildinni.

Sá síðasti af leikjunum sjö kom 3. júlí, í næsta leik eftir það var hann á bekknum en var svo ekki meira í hópnum hjá Fram út tímabilið.

Gunnar er 29 ára miðvörður sem leikið hefur með Hamri, Gróttu, Val, Haukum, Þrótti og Fram á sínum meistaraflokksferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner