Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mán 14. apríl 2025 20:16
Brynjar Ingi Erluson
Mitoma ekki í samningaviðræðum við Brighton - Gæti farið í sumar
Mynd: EPA
Japanski sóknarmaðurinn Kaoru Mitoma er ekki í viðræðum við Brighton um að framlengja samning sinn en þetta segir Andy Naylor hjá Athletic.

Mitoma, sem er 27 ára gamall, er lykilmaður í liði Brighton og verið það síðan hann kom frá Union SG fyrir fjórum árum.

Á þessu tímabili hefur hann skorað 7 mörk og gefið 3 stoðsendingar í Evrópubaráttu Brighton, en það stendur þó ekki til að framlengja samning hans á næstunni.

Athletic segir að það sé raunhæfur möguleiki á því að Mitoma fari frá félaginu í sumar mistakist því að komast í Evrópukeppni.

Mitoma framlengdi síðast samning sinn fyrir tveimur árum en hann gildir til 2027.

Brighton er í 9. sæti með 48 stig, sex stigum frá Evrópusæti þegar sex leikir eru eftir af tímabilinu.
Athugasemdir
banner