banner
   þri 14. júní 2022 18:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bordeaux í djúpum skít
Mynd: EPA
Franska félagið Bordeaux fór alla leið í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar fyrir tólf árum síðan, en núna eru breyttir tímar þar á bæ.

Bordeaux mun á næstu leiktíð spila í þriðju deild franska fótboltans, en greint var frá þessu í dag.

Liðið féll úr deild þeirra bestu á tímabilinu sem var að klárast og átti að spila í B-deild á komandi keppnistímabili, en núna hefur því verið breytt.

Fjármál félagsins eru ekki á góðum stað og hafa fótboltayfirvöld í Frakklandi ákveðið að félagið falli niður í þriðju efstu deild vegna brota á fjármálareglum.

Bordeaux átti skelfilegt tímabil þar sem liðið fékk á sig 91 mark í 34 deildarleikjum. Það má með sanni segja að staðan sé ekki góð hjá félaginu.

Bordeaux má áfrýja ákvörðuninni og mun líklegast gera það.
Athugasemdir
banner
banner
banner