Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 14. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tók Perúliðið á taugum með skringilegum danshreyfingum
Andrew Redmayne (t.h.) kom í markið fyrir vítakeppnina
Andrew Redmayne (t.h.) kom í markið fyrir vítakeppnina
Mynd: EPA
Andrew Redmayne, varamarkvörður ástralska landsliðsins, var hetjan í gær er hann kom liðinu á HM eftir sigur á Perú í vítakeppni, en það voru danshreyfingar hans sem gerðu gæfumuninn.

Redmayne sat á bekknum allan leikinn eða alveg fram að vítakeppninni er Graham Arnold, þjálfari liðsins, ákvað að skipta honum inná fyrir Matty Ryan.

Arnold reyndi þarna að framkvæma það sama og Louis van Gaal gerði með hollenska landsliðinu á HM 2014 er hann skipti Tim Krul inn fyrir Jasper Cillessen í sigrinum á Kosta Ríka í 8-liða úrslitum. Arnold tókst að leika það eftir.

Redmayne dansaði á marklínunni og reyndi allt til að taka leikmenn Perú á taugum. Einn leikmaðurinn skaut í stöng og svo varði hann síðasta vítið og tryggði þannig liði sínu á lokamótið.

Hægt er að sjá þessa tilburði í myndskeiðinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner