Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 14. október 2017 10:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Liverpool og Man Utd: Martial byrjar
United mögulega að spila með þriggja manna vörn
Martial gæti hrellt vörn Liverpool.
Martial gæti hrellt vörn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Líklega stærsti leikur tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni hingað til er á Anfield í dag. Erkifjendurnir í Liverpool og Manchester United mætast, en nú er rúmur klukkutími að flautað verði til leiks.

Manchester United hefur 19 stig eftir sjö leiki á meðan Liverpool er með sjö. United getur náð 10 stiga forskoti á Liverpool með sigri í dag, en það væri ansi mikið eftir svona fáa leiki.

Jurgen Klopp og Jose Mourinho hafa tilkynnt byrjunarlið sín.

Klopp gerir tvær breytingar á sínu liði frá síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Sturridge er settur á bekkinn og Firmino kemur inn. Sadio Mane er meiddur og Emre Can byrjar í hans stað.

Frá 4-0 sigrinum gegn Crystal Palace gerir Jose Mourinho þrjár breytingar. Matteo Darmian fær óvænt að byrja og Ander Herrera og Anthony Martial byrja líka. Marouane Fellaini er meiddur, en ásamt honum eru Juan Mata og Marcus Rashford teknir úr liðinu.

Eric Bailly er meiddur og spilar ekki í dag hjá United.

Hér að neðan eru byrjunarliðin.

Byrjunarlið Liverpool: Mignolet, Gomez, Matip, Lovren, Moreno, Can, Wijnaldum, Henderson, Coutinho, Salah, Firmino.
(Varamenn: Karius, Milner, Sturridge, Klavan, Oxlade-Chamberlain, Solanke, Alexander-Arnold)

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Young, Jones, Smalling, Valencia, Darmian, Herrera, Matic, Mkhitaryan, Martial, Lukaku.
(Varamenn: Romero, Lindelof, Mata, Lingard, Rashford, Blind, Tuanzebe)

Sjá einnig:
2-9 í sameiginlegu liði Liverpool og Man Utd





Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner