Manchester United hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á viðtali sem hann fór í hjá Piers Morgan.
Ronaldo fór í viðtal við fjölmiðlamanninn umdeilda sem verður birt síðar í vikunni. Nú þegar hafa nokkrir bútar birst úr viðtalinu.
Bútarnir úr viðtalinu fóru að birtast stuttu eftir dramatískan sigur Man Utd á Fulham. Í staðinn fyrir að athyglin beinist að hinu 18 ára gamla Alejandro Garnacho, sem gerði sigurmarkið í leiknum, þá beinnist hún að þessu viðtali við Ronaldo.
Í viðtalinu talar hann illa um Man Utd, stjórann Erik ten Hag og goðsögnina Wayne Rooney.
Í yfirlýsingu Man Utd segir: „Manchester United veit af fjölmiðlaumfjöllun í kringum Cristiano Ronaldo. Við munum skoða viðbrögð okkar þegar allar staðreyndir eru komnar fram í dagsljósið."
Einnig segir að einbeitingin sé öll á því að gera vel fyriri seinni hluta tímabilsins.
Athugasemdir