Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. desember 2019 22:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
„Af hverju ætti Max Allergri að vilja taka við Arsenal?"
Paul Merson segir Arsenal ekki lengur topp fjögur lið.
Paul Merson segir Arsenal ekki lengur topp fjögur lið.
Mynd: Getty Images
Paul Merson fyrrum leikmaður Arsenal ræddi stöðuna með þjálfaramál félagsins við Daily Star, hann telur að það verði erfitt fyrir Arsenal að fá stórt nafn til að taka við liðinu.

„Það verður erfitt hjá Arsenal að finna eftirmann Unai Emery, þetta er ekki aðlaðandi starf lengur. Freddie Ljungberg hefur séð það strax hversu mikil vinna er framundan við að byggja upp lið. Án þess að ætla að vera leiðinlegur þá voru fyrstu 60 mínúturnar í leiknum gegn West Ham með því verra sem ég hef séð," sagði Merson.

„Ég held að stjórnarmenn félagsins vilji að hann geri vel með liðið, stýra skipinu út þetta tímabil svo að þeir þurfi ekki að finna nýjan stjóra í flýti. En þetta er ekki topp fjögur lið, þetta er ekki lið sem þarf að laga smá atriði, það þarf að byggja upp til framtíðar."

„Ég get alls ekki séð fyrir mér úr þessu að Brendan Rodgers taki við. Carlo Ancelotti hefur einnig verið í umræðunni en er hann stjóri sem er að fara vera hjá Arsenal í 4-5 ár, það held ég ekki. Og afhverju ætti einhver eins og Max Allegri að vilja taka við? Hann hefur bara þjálfað Juventus. Í þessari deild eru bæði Liverpool og Manchester City, Arsenal vantar mjög mikið upp á til að geta keppt við þessi lið," sagði Paul Merson um Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner