Spænska félagið Madrid CFF er búið að ganga frá kaupum á Ásdísi Kareni Halldórsdóttur sem gengur til liðs við félagið úr röðum Lilleström í Noregi.
Ásdís Karen mun þar verða liðsfélagi Hildar Antonsdóttur sem hefur verið mikið í kringum byrjunarliðið frá því að hún var fengin úr röðum Sittard í Hollandi.
Ásdís er 25 ára gömul og leikur sem framherji. Hún var fastamaður í byrjunarliði Lilleström og skoraði 4 mörk í 22 leikjum fyrir liðið í efstu deild norska boltans. Þar áður var Ásdís á mála hjá Val en hún hefur einnig spilað fyrir KR á ferlinum.
Ásdís var lykilleikmaður í U16, U17 og U19 landsliðum Íslands og á tvo A-landsleiki að baki.
Hvorki er greint frá kaupverði né samningslengd.
Madrid leikur í efstu deild spænska boltans og er þar í níunda sæti með 17 stig eftir 14 umferðir - átta stigum frá fallbaráttunni.
????? ÁSDÍS KAREN HALLDÓRSDÓTTIR ya es del Madrid CFF
— Madrid CFF (@MadridCFF) January 14, 2025
???? https://t.co/awLu40XEsJ pic.twitter.com/erpErxJmIH
Athugasemdir