Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 15. mars 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Steinari fannst hann skulda félaginu: Gat ekki gert ÍA það að fara
Fann að þetta var það langskemmtilegasta sem ég gerði
Fann að þetta var það langskemmtilegasta sem ég gerði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á eftir að sakna Stebba og Tryggva
Á eftir að sakna Stebba og Tryggva
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við töluðum ekki saman á þeim tíma en hann minnti mig á þetta í leik í fyrra og við hlógum bara að þessu
Við töluðum ekki saman á þeim tíma en hann minnti mig á þetta í leik í fyrra og við hlógum bara að þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gulli Jóns var loyal á Stonefucker gælunafnið
Gulli Jóns var loyal á Stonefucker gælunafnið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér fannst ég spila undir getu allt sumarið og var bara heilt yfir lélegur
Mér fannst ég spila undir getu allt sumarið og var bara heilt yfir lélegur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur og Steinar fóru saman til Norrköping árið 2018
Stefán Teitur og Steinar fóru saman til Norrköping árið 2018
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er langskemmtilegast að spila framarlega á vellinum
Það er langskemmtilegast að spila framarlega á vellinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta var líklegast orðið eitthvað sálrænt
Þetta var líklegast orðið eitthvað sálrænt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann kenndi mér helling og er einn af þeim sem eru í uppáhaldi af þeim sem hafa þjálfað mig
Hann kenndi mér helling og er einn af þeim sem eru í uppáhaldi af þeim sem hafa þjálfað mig
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Að sjálfsögðu væri gaman að fara út einn daginn
Að sjálfsögðu væri gaman að fara út einn daginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
En eins og staðan er núna þá langar mig að standa mig vel hér heima
En eins og staðan er núna þá langar mig að standa mig vel hér heima
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Meðan aðrir krakkar voru að slá gras þá var ég í harkinu með gamla að mála"

Steinar Þorsteinsson er Skagamaður sem lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki sumarið 2015. Síðan hefur hann bætt við 106 leikjum og 23 mörkum fyrir félagið í deildar- og bikarleikjum. Steinar er 23 ára gamall og lék á sínum tíma þrjá U21 landsleik.

Hann skoraði þrjú mörk í sextán leikjum í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili en hefur glímt við meiðsli frá því í október. Fótbolti.net hafði samband við Steinar í síðustu viku og fór hann yfir árin til þessa í meistaraflokksliði ÍA og annað tilfallandi.

Það langskemmtilegasta sem Steinar gerði
Er einhver forsaga að því af hverju Steinar fór að æfa fótbolta á sínum tíma?

„Það er engin rosaleg forsaga á bakvið það, ég fór bara að æfa fótbolta fjögurra ára því pabbi hvatti mig til að fara á æfingu. Öll einbeiting fór svo á boltann þegar ég var svona tíu ára því ég fann að þetta var það langskemmtilegasta sem ég gerði."

Var hann í öðrum íþróttum?

„Nei, ég hef bara æft fótbolta."

„Siggi Jóns er geitin"
Hver er Skagafyrirmynd Steinars og af hverju?

„Siggi Jóns er geitin, þrátt fyrir að ég hafi ekki séð hann spila þá er nóg að heyra allar sögurnar um hann og titlana sem hann hefur unnið. Það er heiður að hann hafi þjálfað mig og hefur hann gert mjög mikið fyrir minn feril."

Hvaða áhrif hefur Siggi haft á Steinar?

„Á hans fyrsta tímabili sem þjálfari 2. flokks leyfði hann mér að æfa fótbolta eingöngu tvisvar eða þrisvar í viku. Í staðinn átti ég að vera í ræktinni. Hann hjálpaði mér að þyngjast svo ég ætti einhvern séns í meistaraflokksbolta því ég var alltof léttur. Ég skildi hann því ég fann að ég átti ekki séns í meistaraflokksbolta. Hann var því ekki harður heldur bara sanngjarn."

„Hann kenndi mér helling og er einn af þeim sem eru í uppáhaldi af þeim sem hafa þjálfað mig."


Skemmtilegast að spila framarlega á vellinum
Oftast er talað um Steinar sem miðjumann eða kantmann. Hann spilaði í framlínunni seinni hluta tímabilsins 2017. Hver er hans uppáhalds staða á vellinum?

„Ég var mikið inn og út úr liðinu tímabilið 2017 og spilaði mikið á kantinum en þegar Tryggvi var seldur meiddist Garðar G á svipuðum tíma þannig það vantaði framherja. Þá var mér og Stefáni hent fram og við stóðum okkur ágætlega."

„Mér er svo sem alveg sama hvar ég spila á vellinum, spila bara þá stöðu sem þjálfarinn vill að ég spili en það er langskemmtilegast að spila framarlega á vellinum svo þetta hentaði vel."


Ákveðið högg að fara niður í 2. flokk
Steinar kom inn á gegn KR sumarið 2015 og var svo lánaður í Kára í sumarglugganum. Hvernig var að koma inn í hópinn þetta ár?

„Ég var búinn að æfa aðeins með þeim tímabilið á undan þannig ég þekkti strákana vel og fékk einhverja leiki á undirbúningstímabilinu. Ég æfði með þeim þetta sumar en hélt ég væri alltaf bara að fylla upp í hópinn. Ég bjóst aldrei við neinum mínútum, hvað þá á útivelli á móti KR. Ég var bara mjög sáttur með að hafa fengið einhverjar mínútur þó að þær hafi ekki verið margar."

Var hann sáttur við að vera lánaður í Kára?

„Gulli og Jón Þór (þjálfarar ÍA) tóku ákvörðun um að setja mig niður í 2. flokk 2015 því þeim fannst ég ekki vera líkamlega klár. Þetta var ákveðið högg en Siggi Jóns sem þjálfaði þá Kára og annan flokk sannfærði mig um að koma í Kára og var það bara mjög fínt. Ég spilaði samt bara einn leik fyrir Kára, hefði viljað spila fleiri."

Hlógu að tæklingunni 2016
Steinar lék þrettán leiki í Pepsi-deildinni sumarið 2016. Umtalað atvik átti sér stað snemma sumars þegar Steven Lennon fékk að líta rauða spjaldið fyrir „alvöru tæklingu". Lennon fór í Steinar og dómari leiksins lyfti rauða spjaldinu. Ræddi Steinar eitthvað við Lennon um þessa tæklingu?

„Þetta var alvöru tækling. Ég held að hann hafi reynt að ljúga að dómaranum að hann hafi farið í boltann en síðan birtist mynd af tæklingunni, hann var aldrei nálægt boltanum. Við töluðum ekki saman á þeim tíma en hann minnti mig á þetta í leik í fyrra og við hlógum bara að þessu."

Fannst hann skulda ÍA að koma félaginu aftur upp
Sumarið 2017 fer ekki vel á Skaganum og fellur liðið niður í næstefstu deild. Steinar skoraði fimm mörk í 21 leik en hafði hér á undan komið inn á að hann hafi verið inn og út úr liðinu. Ef hann hugsar til baka, var það gott fyrir Skagann að falla úr deildinni?

„Ég veit ekki hvort það hafði verið gott að falla. Það er aldrei góð tilfinning og finnst manni eins og maður hafi brugðist bænum á einhvern hátt en ef maður lítur til baka þá var þetta kannski ágætt. Nýr þjálfari tók við eftir tímabilið og kom með nýjar áherslur sem ég held að hafi verið gott fyrir alla."

Fann Steinar persónulega fyrir miklum bætingum á þessari leiktíð?

„Ég veit ekki hvort að það hafi verið bætingar en þegar mínútunum fjölgaði þá komu mörkin. Ég hefði viljað skorað meira fyrri part mótsins."

Steinar hefur ekkert íhugað að halda annað eftir tímabilið 2017?

„Mér datt ekki í hug að yfirgefa ÍA því mér fannst ég skulda félaginu að koma því aftur upp í efstu deild. Svo sá maður á fyrstu æfingunni hans Jóa hversu góður þjálfari hann er þannig það kom ekki til greina að fara eitthvað annað."

„Á ennþá erfitt með að hugsa út í það"
Steinar skoraði fimm mörk og lék sérstaklega vel til að byrja með í Inkasso-deildinni sumarið 2018. Svo hætti hann að skora en ÍA hélt áfram að hala inn stigunum. Er hann með einhverja útskýringu á markaleysinu seinni hluta sumarsins 2018?

„Í byrjun sumarsins gekk allt upp, bæði hjá mér og liðinu. Ég náði að skora í fyrstu þremur leikjunum og það gekk einhvern veginn allt upp. Ég hef enga útskýringu á því af hverju ég skoraði ekki í seinni hlutanum og á ennþá erfitt með að hugsa út í það hvernig ég náði ekki að skora allavegana eitt mark í seinni hlutanum. Þetta var líklegast orðið eitthvað sálrænt, boltinn vildi ekki fara inn en ég var samt alveg að spila vel en hefði alveg mátt skora."

Augljóst hvers vegna Arnór og Ísak hafa bætt sig mikið
Eftir tímabilið 2018 fóru Steinar og Stefán Teitur Þórðarson saman á reynslu til sænska félagsins IFK Norrköping. Þeir æfðu þar í fimm daga. Hvernig var þessi ferð?

„Það var mjög gaman að fara til Norrköping og sjá hversu fagmannlegt umhverfið er í kringum félagið. Ég veit ekki hversu alvarlegur áhugi þeirr var á mér á þessum tíma."

„Eftir að hafa séð aðstæður og æft hjá félaginu finnst mér augljóst hvers vegna Arnór Sigurðsson og Ísak Bergmann hafa tekið jafnmiklum framförum og raun ber vitni."


Eins og 2017, gat ekki gert félaginu það að fara
Steinar var inn og út úr liðinu sumarið 2019. ÍA byrjaði mótið frábærlega og hrúgaði inn stigunum til að byrja með en svo fór að fjara undan velgengninni. Þegar Steinar lítur til baka fann hann einhverja tilfinningu á þessum tíma að eitthvað væri í ólagi sem olli því að það fjaraði undan stigasöfnuninni?

„Þetta var mjög skrítið tímabil, bæði fyrir mig og liðið. Við byrjuðum fáránlega vel og unnum fimm af fyrstu sex leikjunum en síðan fór að halla undan fæti. Það gæti verið að öll þessi umfjöllun í byrjum móts hafi komist í hausinn á okkur þar sem við unnum varla leik eftir það."

Steinar sagði í viðtali þegar hann var valinn besti leikmaður umferðarinnar að hann væri fúll yfir mínútunum sem hann hafði fengið. Mínútunum fjölgaði ekki mikið í kjölfarið og því var Steinar spurður hvort hann hefði hugsað um að færa sig um set eftir tímabilið 2019?

„Mér fannst ég spila undir getu allt sumarið og var bara heilt yfir lélegur. Ég sagði í einhverju viðtali að ég væri fúll yfir þessari bekkjarsetu en ég átti það nú bara skilið. Þetta var eins og tímabilið 2017, mér fannst ég ekki geta gert félaginu það að fara og fannst ég eiga eftir að sanna mig almennilega."

Hélt loksins stöðugleika milli leikja
Leikir ÍA voru mestu markaleikirnir á síðustu leiktíð. Var Steinar heilt yfir sáttur með eigin frammistöðu?

„Heilt yfir var ég sáttur, var að spila nýja stöðu og fannst það virka vel. Mér fannst ég loksins vera að halda stöðugleika milli leikja en meiðist svo. Ég náði að tengja saman nokkra leiki eftir meiðslin en meiðist aftur á sama stað rétt áður en mótinu var síðan frestað."

Var gaman að spila þessa leiki eða stressandi að liðið var að fá mörg mörk á sig?

„Sóknarlega vorum við að spila flottan fótbolta og skoruðum yfirleitt fullt af mörkum en varnarleikurinn hjá öllu liðinu var ekki nógu góður og vorum við að fá á okkur alltof ódýr mörk sem hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir."

Meiddist á nára en er að koma til baka
Hvernig er staðan á Steinari og hans meiðslum?

„Ég meiddist á nára í lok tímabilsins og er búinn að vera alveg frá síðan. Ég er loksins farinn að æfa almennilega með liðinu og vona að ég nái nokkrum æfingaleikjum áður en mótið byrjar."

Hvernig líst honum á komandi tímabilið?

„Mér líst vel á tímabilið, við erum með ungt lið í bland við nokkra eldri sem ég held að gæti orðið spennandi. Við erum búnir að styrkja okkur og eru nýju leikmennirnir að koma mjög vel inn í hópinn."

Eitthvað persónulegt markmið?

„Ég held að markmiðið sé bara að standa sig betur en í fyrra og reyna að skora einhver mörk."

Á persónulega eftir að sakna Tryggva og Stebba mikið
Stefán Teitur og Tryggvi Hrafn eru farnir frá ÍA, hvernig geta Skagamenn fyllt í þeirra skörð?

„Ég persónulega á eftir að sakna Tryggva og Stebba mikið, enda miklir félagar og eru þeir báðir mjög góðir leikmenn og náum við vel saman inn á vellinum en það kemur alltaf maður í manns stað. Við þurfum allir að gefa aðeins meira í en liðið er alveg undirbúið að takast á við það."

Væri gaman að fara út en hugurinn er hjá ÍA
Er Steinar með einhverja drauma um atvinnumennsku?

„Að sjálfsögðu væri gaman að fara út einn daginn, það er nú draumur flestra fótboltamanna en eins og staðan er núna þá langar mig að standa mig vel hér heima áður en ég fer að hugsa eitthvað lengra."

Hin hliðin:
Steinar Þorsteinsson

Í harkinu með pabba sínum á meðan aðrir slógu gras
Steinar var að lokum spurður út í svör sín í 'hinni hliðinni' sem hann svaraði á síðasta ári. Steinar sagði að Gulli Jóns hafi kallað sig Stonefucker á sínum tíma, er það að haldast við Steinar eða var Gulli sá eini?

„Nei, þetta er ekki mikið notað í dag en kemur því miður upp einstaka sinnum inn í klefa. Gulli Jóns var 'loyal' á þetta gælunafn."

Steinar sagði þá frá því að hann hefði verið valinn tvisvar málari vikunnar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Er hann öflugur með pensilinn?

„Já, ég er helvíti öflugur, þó ég segi sjálfur frá. Ég byrjaði að mála með pabba þegar ég var þrettán og hef verið á hverju sumri síðan. Meðan aðrir krakkar voru að slá gras þá var ég í harkinu með gamla að mála," sagði Steinar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner