Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 15. mars 2023 11:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Albert ekki tilbúinn að koma inn á forsendum liðsins
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að opinbera landsliðshóp Íslands sem mun taka þátt í fyrstu leikjum liðsins í undankeppni EM síðar í þessum mánuði. Ísland spilar við Bosníu og Liechtenstein ytra.

Albert Guðmundsson er ekki í hópnum, líkt og í síðustu verkefnum. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, setti Albert til hliðar út af slæmu hugarfari en Albert var ekki að byrja leikina og var lítið að koma við sögu. Arnar hringdi í Albert áður en þessi hópur var tilkynntur og ræddu þeir saman.

„Ég hringdi í Albert og við ræddum saman. Niðurstaðan er sú að ég vel hann ekki að þessu sinni," segir Arnar.

„Það eru vonbrigði að hann sé ekki tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins. Þessar forsendur eru þær sömu fyrir alla leikmenn, hvort sem þú ert 19 ára eða 34 ára. Það er fullt af leikmönnum með mikla hæfileika í þessum landsliðshópi. Akkúrat núna er marsverkefnið okkar framundan, ný undankeppni að byrja, og þá er mikilvægt að vera með fókus á það verkefni og þann hóp sem við erum með. Það ætlum við að gera, ég og þjálfarateymið, starfsliðið og leikmennirnir, allir saman sem eitt lið."

Sjá einnig:
Landsliðshópurinn: Enginn Birkir - Sævar Atli fær kallið
Athugasemdir
banner
banner