Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 15:21
Brynjar Ingi Erluson
Benoný byrjaði sinn fyrsta leik - Valgeir ekki með í sigri Düsseldorf
Benoný fékk tækifæri í byrjunarliðinu
Benoný fékk tækifæri í byrjunarliðinu
Mynd: Stockport County
Valgeir er í fyrsta landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar en hann var ekki með í dag vegna meiðsla
Valgeir er í fyrsta landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar en hann var ekki með í dag vegna meiðsla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benoný Breki Andrésson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Stockport County er liðið lagði Bolton að velli, 1-0, í C-deildinni á Englandi í dag.

Framherjinn hafði átt nokkrar góðar innkomur með Stockport og gert þrjú mörk inn af bekknum en hann hafði beðið þolinmóður eftir byrjunarliðssæti.

Það kom loks í dag en Benoný lék allan fyrri hálfleikinn áður en honum var skipt af velli.

Stockport fann sigurmark í þeim síðari og er liðið nú í fimmta sæti með 65 stig.

Damir Muminovic spilaði allan leikinn í 5-1 tapi DPMM gegn Hougang í 4. umferð bikarsins í Singapúr. DPMM er þrátt fyrir tapið í efsta sæti A-riðils en bíður nú örlaga sinn þar sem liðið hefur spilað alla leiki sína á meðan önnur lið í riðlinum eiga nokkra leiki eftir.

Birnir Snær Ingason var á skotskónum með Halmstad sem gerði 2-2 jafntefli við Trelleborg í æfingaleik. Hann gerði annað mark liðsins þegar hálftími var eftir.

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem vann Regensburg, 1-0, í þýsku B-deildinni. Valgeir Lunddal Friðriksson, sem er í A-landsliðinu fyrir komandi verkefni, var ekki með vegna meiðsla. Düsseldorf er í 7. sæti með 41 stig.

Hólmbert Aron Friðjónsson byrjaði annan leikinn í röð með Preussen Münster sem lagði Elversberg að velli, 1-0. Münster er í 14. sæti með 26 stig.

Jóhannes Karl Guðjónsson og lærisveinar hans í AB unnu 3-1 sigur á Middelfart í dönsku C-deildinni. Ágúst Eðvald Hlynsson og Ægir Jarl Jónasson voru báðir í byrjunarliði AB sem er í 6. sæti með 24 stig eftir átján leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner