Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
banner
   lau 15. mars 2025 14:47
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Leeds kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir
Jayden Bogle skoraði jöfnunarmark Leeds
Jayden Bogle skoraði jöfnunarmark Leeds
Mynd: Leeds
Topplið Leeds United tókst að bjarga andliti er liðið gerði 2-2 jafntefli við QPR í 38. umferð ensku B-deildarinnar í dag.

Leedsarar lentu tveimur mörkum undir á fyrsta hálftímanum. Koki Saito skoraði með laglegu skoti á 17. mínútu leiksins og þrettán mínútum síðar tvöfaldaði Steve Cook forystuna.

Stuðningsmenn Leeds trúðu varla sínum eigin augum enda hafði liðið verið með góða stjórn á leiknum.

Gestirnir komust inn í leikinn á 40. mínútu er Morgan Fox stýrði boltanum í eigið net eftir fyrirgjöf Manor Solomon og jafnaði síðan Jayden Bogle metin í upphafi síðari.

Leedsarar reyndu að þrýsta inn sigurmarki á lokakafla leiksins en þeir höfðu ekki erindi sem erfiði. Saito, annar markaskorara QPR, fékk rauða spjaldið á lokamínútunum fyrir ljótt brot seint í uppbótartíma en það kom ekki að sök. Leeds er samt sem áður áfram með þriggja stiga forystu á toppnum þegar átta leikir eru eftir en QPR í 14. sæti með 45 stig.

Millwall marði á meðan 1-0 sigur á Stoke City með marki Mihailo Ivanovic úr vítaspyrnu seint í uppbótartíma. Sigurmarkið var mikilvægt fyrir Millwall sem gerir sér enn vonir um að komast í umspil en liðið er í 11. sæti með 51 stig, fimm stigum frá umspilssæti.

QPR 2 - 2 Leeds
1-0 Koki Saito ('17 )
2-0 Steve Cook ('30 )
2-1 Morgan Fox ('40 , sjálfsmark)
2-2 Jayden Bogle ('51 )
Rautt spjald: Koki Saito, QPR ('90)

Millwall 1 - 0 Stoke City
1-0 Mihailo Ivanovic ('90 , víti)
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 9 5 4 0 27 7 +20 19
2 Middlesbrough 9 5 3 1 12 6 +6 18
3 Leicester 9 4 4 1 13 8 +5 16
4 Preston NE 9 4 4 1 11 7 +4 16
5 Stoke City 9 4 3 2 11 6 +5 15
6 QPR 9 4 3 2 13 14 -1 15
7 West Brom 9 4 2 3 9 10 -1 14
8 Millwall 9 4 2 3 9 12 -3 14
9 Ipswich Town 8 3 4 1 15 8 +7 13
10 Bristol City 9 3 4 2 15 10 +5 13
11 Watford 9 3 3 3 11 11 0 12
12 Swansea 9 3 3 3 10 10 0 12
13 Charlton Athletic 9 3 3 3 8 8 0 12
14 Portsmouth 9 3 3 3 8 9 -1 12
15 Hull City 9 3 3 3 14 16 -2 12
16 Birmingham 9 3 3 3 8 11 -3 12
17 Southampton 9 2 5 2 11 12 -1 11
18 Wrexham 9 2 4 3 14 15 -1 10
19 Norwich 9 2 2 5 11 14 -3 8
20 Derby County 9 1 5 3 11 15 -4 8
21 Blackburn 8 2 1 5 7 11 -4 7
22 Oxford United 9 1 3 5 10 13 -3 6
23 Sheff Wed 9 1 3 5 8 20 -12 6
24 Sheffield Utd 9 1 0 8 3 16 -13 3
Athugasemdir
banner