Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. júlí 2020 15:15
Magnús Már Einarsson
Leikjaplan HM í Katar - Fjórir leikir á dag
Stuttar fjarlægðir á milli leikvalla settar í samhengi miðað við Ísland.
Stuttar fjarlægðir á milli leikvalla settar í samhengi miðað við Ísland.
Mynd: Fótbolti.net
FIFA hefur tilkynnt að fjórir leikir verða á hverjum degi þegar riðlakeppni HM 2022 fer fram í Katar. Mótið fer fram 21.nóvember-18. desember en leikið er að vetri til þar sem gífurlegur hiti er í Katar á sumrin.

Riðlakeppnin fer fram yfir 12 daga tímabil og lið fá þriggja daga hvíld á milli leikja.

Leikið verður klukkan 10:00, 13:00, 16:00 og 19:00 að íslenskum tíma en tímamismunurinn við Katar er þrír tímar.

Stutt er á milli leikvalla og stuðningsmenn gætu náð að fara á tvo leiki sama daginn, ólíkt flestum öðrum heimsmeistaramótum.

Úrslitaleikurinn mun fara fram fyrir framan 80 þúsund manns í Doha sunnudaginn 18. desember klukkan 15:00.

Dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM þann 1. desember næstkomandi en Ísland er í pottinum þar.
Athugasemdir
banner
banner