Marco Reus gekk í sumar í raðir Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum eftir að hafa leikið með þýska félaginu Borussia Dortmund í tólf ár.
Hann kvaddi Dortmund sem goðsögn en hann sagði nýverið í hlaðvarpi að það hafi verið kominn tími á að kveðja.
Hann kvaddi Dortmund sem goðsögn en hann sagði nýverið í hlaðvarpi að það hafi verið kominn tími á að kveðja.
Reus, sem er orðinn 35 ára, valdi að fara til Bandaríkjanna en hann hefði einnig getað farið til Sádi-Arabíu.
„Ég hefði örugglega getað fengið tíu sinnum meiri pening í Sádi-Arabíu. En ég hef aldrei verið manneskja sem setur pening í fyrsta sæti," segir Reus.
„Ég vildi bara vera ánægður með fjölskyldunni minni og lifa góðu lífi."
Athugasemdir