Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. nóvember 2020 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi: Andlega er þetta stórt próf fyrir okkur
Icelandair
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Íslands og Danmerkur í síðasta mánuði. Það var leikur sem Danir unnu 3-0.
Úr leik Íslands og Danmerkur í síðasta mánuði. Það var leikur sem Danir unnu 3-0.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, var í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn gegn Danmörku í Þjóðadeildinni. Leikurinn hefst 19:45.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá Parken.

Síðustu sólarhringar hafa verið erfiðir fyrir hópinn eftir afar svekkjandi tap gegn Ungverjalandi í úrslitaleiknum um sæti á EM næsta sumar.

„Þeir hafa verið erfiðir fyrir alla, hvort sem það séu leikmenn, þjálfarar eða aðrir starfsmenn. Þetta hefur verið algjör rússíbani og reynt mikið á okkur," sagði Freyr.

Frá leiknum gerir Ísland átta breytingar. Ísland stillir upp í 5-3-2. Aðeins Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon halda sæti sínu. Gylfi er fyrirliði í dag.

„Upplegg kvöldsins er markþætt. Í fyrsta lagi snýst þetta um að komast út á völlinn út með kassann, berjast fyrir íslenska landsliðið og ná vopnunum aftur. Bara sá partur er þungur. Til dæmis eftir októbergluggann, þau lið sem duttu úr umspilinu þar, þau töpuðu öll leikjunum sínum eftir það og sum hver stórt. Andlega er þetta stórt próf fyrir okkur."

„Við spilum þetta leikkerfi því við eigum leikmenn sem hafa orku til að fylla í þetta leikkerfi. Við höfum spilað þetta leikkerfi áður, þeir þekkja það og þetta 'matchar' vel við Danina, hvernig þeir spila og sérstaklega sóknarlega þegar þeir eru í 3-4-3 uppspili sínu. Síðast en ekki síst viljum við hafa hátt orkustig í liðinu."

Hvar getum við sært Danina?

„Við getum byrjað á því að spila góðan varnarleik, opna okkur ekki og ekki hleypa þeim af stað á okkur. Þeir eru ekkert eðlilega vel spilandi fótboltalið og þeir eru sjóðandi heitir. Þeir eru ekki búnir að fá á sig mark í fimm leikjum ef ég man það rétt. Við þurfum að byrjast á því að verjast eins og menn, búa þannig til opnanir, vera þolinmóðir og taka tækifærin sem við fáum. Tækifærin koma úr skyndisóknum og föstum leikatriðum."

„Ég vona líka að í dag að þegar við getum hvílt okkur með boltann, að við gerum það því við erum með þrjá hafsenta sem eru allir vel spilandi, við erum með markvörð sem er framúrskarandi í fótunum... við erum með lið sem getur haldið í boltann. Við þurfum á því að halda til að fá andrými í dag," sagði Freyr.
Athugasemdir
banner
banner
banner