Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   sun 15. nóvember 2020 12:39
Elvar Geir Magnússon
Willum kemur líka inn í A-landsliðið
Icelandair
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson, leikmaður BATE Borisov, hefur verið kallaður inn í A-landsliðið sem mætir Englandi í Þjóðadeildinni á miðvikudaginn.

Willum er að spila með U21 landsliðinu sem nú er að leika gegn Írlandi en með því að smella hérna má fylgjast með leiknum.

Willum er 22 ára miðjumaður og á einn A-landsleik en það var vináttuleikur gegn Eistlandi í janúarverkefni í Katar á síðasta ári.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður Willum einn af fimm leikmönnum í U21 hópnum sem koma inn í A-landsliðið fyrir Englandsleikinn.

Áður hafði verið tilkynnt að Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen kæmi inn í hópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner