Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   sun 15. desember 2019 17:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Frábær endurkoma Verona - Ronaldo skoraði tvö
Fjórum leikjum er lokið í ítölsku Seríu A. Klukkan 17:00 hófst viðureign AS Roma og Spal og dagskránni lýkur svo klukkan 19:45 með leik Fiorentina og Inter.

Sex mörk litu dagsins ljós í opnunarleik dagsins þegar Verona fékk Torino í heimsókn. Gestirnir í Torino komust í 0-3 með tveimur mörkum frá Christian Ansaldi og einu frá Alex Berenguer.

Þriðja mark Torino kom á 61. mínútu og átta mínútum seinna hófst endurkoma heimamanna. Giampaolo Pazzini skoraði úr vítaspyrnu á 69. mínútu og á næsta korteri komu tvö mörk sem tryggðu jafntelið. Valerio Verre skoraði fyrra markið og Mariusz Stepinski skorað jöfnunarmarkið.

Klukkan 14:00 hófust svo þrír leikir. Juventus lagði grunninn að heimasigri gegn Udinese með þremur mörkum í fyrri hálfleik.

Cristiano Ronaldo skorað fyrstu tvö mörkin með góðum skotum og Leandro Bonucci skoraði svo í kjölfar hornspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks. Ignacio Pusetto klóraði í bakkann fyrir gestina með mark á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Í Milan gerðu Sassuolo og heimamenn í AC markalaust jafntefli. Heimamenn áttu 12 skot á markið gegn 6 skotum gestanna, boltinn neitaði að fara inn, 18 markvörslur.

Þá vann Bologna tiltölulega óvæntan heimasigur á Atalanta. Heimamenn komust í 2-0 en Atalanta minnkaði muninn þegar hálftími var eftir. Markaskorari Atalanta, Ruslan Malinovskiy, fékk besta færi Atalanta til að jafna leikinn en tókst ekki að skora. Á 88. mínútu fékk Danilo sitt annað gula spjald og þar með rautt hjá Bologna. Ekki voru fleiri mörk skoruð og því 2-1 heimasigur staðreynd.

Að lokum má bæta því við að Andri Fannar Baldursson lék fyrstu 58 mínúturnar með U19 ára (Primavera) liði Bologna í 1-4 tapi gegn Atalanta á heimavelli.

Bologna 2 - 1 Atalanta
1-0 Rodrigo Palacio ('12 )
2-0 Andrea Poli ('53 )
2-1 Ruslan Malinovskiy ('60 )
Rautt spjald: Danilo, Bologna ('88)

Verona 3 - 3 Torino
0-1 Cristian Ansaldi ('36 )
0-2 Alex Berenguer ('55 )
0-3 Cristian Ansaldi ('61 )
1-3 Giampaolo Pazzini ('69 , víti)
2-3 Valerio Verre ('76 )
3-3 Mariusz Stepinski ('84 )

Juventus 3 - 1 Udinese
1-0 Cristiano Ronaldo ('9 )
2-0 Cristiano Ronaldo ('37 )
3-0 Leonardo Bonucci ('45 )
3-1 Ignacio Pussetto ('90 )

Milan 0 - 0 Sassuolo
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 7 5 0 2 18 8 +10 15
2 Napoli 7 5 0 2 12 7 +5 15
3 Roma 7 5 0 2 7 3 +4 15
4 Milan 6 4 1 1 9 3 +6 13
5 Juventus 7 3 3 1 9 6 +3 12
6 Como 7 3 3 1 8 5 +3 12
7 Atalanta 6 2 4 0 11 5 +6 10
8 Bologna 6 3 1 2 9 5 +4 10
9 Sassuolo 7 3 1 3 8 8 0 10
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Cagliari 6 2 2 2 6 6 0 8
12 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Torino 7 2 2 3 6 13 -7 8
14 Lazio 6 2 1 3 10 7 +3 7
15 Lecce 7 1 3 3 5 10 -5 6
16 Parma 6 1 2 3 3 7 -4 5
17 Verona 7 0 4 3 2 9 -7 4
18 Fiorentina 6 0 3 3 4 8 -4 3
19 Pisa 7 0 3 4 3 10 -7 3
20 Genoa 6 0 2 4 3 9 -6 2
Athugasemdir
banner