fim 15. desember 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ofbeldið í garð Maguire er farið langt yfir strikið
Mynd: EPA

Margir hafa tjáð sig um stöðu Harry Maguire hjá Manchester United en hann er alveg dottinn út úr liðinu. Brad Friedel fyrrum markvörður segir að hann verði að fara frá félaginu.


„Hann er að byrja hjá Englandi og er hjá Manchester United. Þarftu að fara frá félagi eins og United? Það eru margar ástæður fyrir því að hann ætti að skoða í kringum sig. Fyrst og fremst hefur ofbeldið hjá stuðningsmönnum og fjölmiðlum farið útfyrir öll velsæmismörk," sagði Friedel.

„Maguire er mjög góður varnarmaður. Við sáum það á HM þar sem hann spilaði gegn þeim bestu. Svo kannski þarf hann að fara ef hann kemst ekki í liðið hjá Man Utd."

Eins og Friedel segir stóð Maguire sig vel í treyju enska landsliðsins á HM en hann hefur ekki verið að finna sig hjá United. Maguire gekk til liðs við félagið árið 2019 frá Leicester.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner