Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fös 16. janúar 2015 11:29
Magnús Már Einarsson
KR líklega að selja Gary Martin til Belgíu
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
KR-ingar eru langt komnir í samningaviðræðum við erlent félag sem vill kaupa Gary Martin.

Þetta staðfesti Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar, í samtali við Fótbolta.net í dag. Kristin bætti við að hann sé vongóður um að félögin muni ná saman.

,,Þetta lítur voðalega vel út en það er best að segja sem minnst," sagði Kristinn við Fótbolta.net.

Samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net er félagið sem um ræðir frá Belgíu.

Fleiri erlend félög hafa sýnt Gary áhuga en Kristinn staðfesti að KR hafi hafnað tilboði frá norska félaginu Sarpsborg á dögunum.

Gary var markakóngur í Pepsi-deildinni í fyrra en þessi 24 ára gamli Englendingur skoraði þrettán mörk.

Gary kom til KR frá ÍA sumarið 2012 eftir að hafa leikið með skagamönnum í tvö ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner