Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. maí 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Blikar heimsækja ríkjandi meistara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska fótboltasumarið er komið í fullan gang og eru þrír leikir á dagskrá í efstu deild í kvöld.


Íslandsmeistarar Víkings R. taka þar á móti Breiðablik í stórleik kvöldsins en Blikar eru búnir að fara í gegnum fyrstu fimm umferðir sumarsins með fullt hús stiga.

Víkingar hafa ekki byrjað jafn vel og þeir höfðu vonast og sitja í fimmta sæti sem stendur, heilum fimm stigum eftir Blikum sem eiga þar að auki leik til góða. Þessi viðureign gæti reynst afar mikilvæg þegar tekur að líða á tímabilið.

KR á þá heimaleik við Keflavík eftir að bæði lið unnu í síðustu umferð á sama tíma og Leiknir R. fær nýliða Fram í heimsókn.

Þá eru einnig leikir á dagskrá í fyrstu umferð 4. deildar. Skallagrímur spilar við Árbæ, KÁ mætir Stokkseyri og SR á leik við Afríku.

Besta-deild karla
19:15 KR-Keflavík (Meistaravellir)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)
19:15 Leiknir R.-Fram (Domusnovavöllurinn)

4. deild karla - A-riðill
20:00 Skallagrímur-Árbær (Skallagrímsvöllur)

4. deild karla - B-riðill
20:00 KÁ-Stokkseyri (Ásvellir)
20:00 SR-Afríka (Þróttarvöllur)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner