Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 16. júní 2024 22:02
Ívan Guðjón Baldursson
Umboðsmaður Kvaratskhelia vill að hann skipti um félag
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Georgíski kantmaðurinn Khvicha Kvaratskhelia gæti verið á förum frá Napoli eftir nýjustu ummæli frá umboðsmanni hans annars vegar og föður hans hins vegar. Þeir vilja ekki að leikmaðurinn verði áfram hjá Napoli á næstu leiktíð.

Kvaratskhelia kom sem stormsveipur inn í ítölsku deildina fyrir tveimur árum og er gríðarlega eftirsóttur af stórliðum frá Englandi og PSG, en á þrjú ár eftir af samningi.

Þessi öflugi kantmaður er aðeins 23 ára gamall og hefur komið að 51 marki með beinum hætti í 88 leikjum með Napoli.

„Við (umboðsmannateymið) viljum fara frá Napoli en eins og staðan er í dag fer öll einbeitingin í EM 2024," segir Mamuka Jugeli, umboðsmaður Kvaratskhelia. „Napoli hefur stór áform fyrir næstu leiktíð eftir ráðninguna á Antonio Conte.

„Ég er viss um að Napoli mun eiga betra tímabil heldur en á síðustu leiktíð, liðið mun komast í Meistaradeildina og berjast um titilinn, en það þýðir ekki að Khvicha vilji vera áfram hjá félaginu.

„Ég hef ekki enn átt samræður við Khvicha um þessi mál. Við munum ræða saman eftir Evrópumótið.

„Að mínu viti er mikilvægast fyrir Khvicha að spila fyrir lið sem er í Meistaradeildinni. Ef hann verður áfram hjá Napoli þá missir hann af einu ári af Evrópukeppnum. Ég hef áhyggjur af því."

Athugasemdir
banner
banner