Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. júlí 2020 13:42
Elvar Geir Magnússon
Logi Ólafs og Eiður Smári að taka við FH?
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Háværar sögusagnir eru í gangi um að reynsluboltinn Logi Ólafsson taki við FH út tímabilið. Þá er sagt að Eiður Smári Guðjohnsen verði með honum.

Allt bendir til að Ólafur Kristjánsson hafi látið af störfum sem þjálfari FH-inga til að taka við Esbjerg í Danmörku.

FH er sem stendur í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tvo sigra úr fimm leikjum.

Fótbolti.net hefur ítrekað hringt í Valdi­mar Svavars­son, formann FH í dag, en hann hefur ekki svarað.

Logi er margreyndur í bransanum en hann þjálfaði liðið 2000-2001. Á ferli sínum hefur hann einnig þjálfað íslenska landsliðið, Víking ÍA, KR, og Selfoss til að mynda.

Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari íslenska U21 landsliðsins en leikmannaferil hans þekkja allir enda einn besti fótboltamaður Íslandssögunnar. Hann lyfti bikurum með Barcelona og Chelsea auk þess að spila fyrir íslenska landsliðið.

Sagt er að FH-ingar muni gefa út yfirlýsingu um þjálfaramál sín seinna í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner