fim 16. júlí 2020 10:03
Elvar Geir Magnússon
Óli Kristjáns sagður vera að taka við Esbjerg
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson er á leið til Danmerkur og FH er komið í þjálfaraleit. Þetta segir Hjörvar Hafliðason á Twitter.

Sagt er að Ólafur sé að fara að taka við Esbjerg en liðið féll úr dönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Liðið fékk 22 stig, fæst allra.

FH er sem stendur í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tvo sigra úr fimm leikjum. Óánægja var með tap gegn Fylki á dögunum og fékk Ólafur talsverða gagnrýni, meðal annars frá hörðum stuðningsmönnum liðsins.

Hjörvar segir að Esbjerg muni greiða FH bætur fyrir að sækja þjálfara þeirra á miðju tímabili en Ólafur er á sínu þriðja tímabili í starfinu.

Esbjerg hefur skipt ört um þjálfara undanfarin ár en Ólafi hefur áður verið boðið að taka við liðinu en í það skipti hafnaði hann tilboðinu. Hann verður fjórði þjálfari liðsins á einu ári.

Ef satt reynist verður Esbjerg þriðja danska liðið sem Ólafur verður aðalþjálfari hjá. Hann stýrði áður Nordsjælland og Randers.

Fótbolti.net hefur enn ekki náð í Valdimar Svavarsson, formann knattspyrnudeildar FH, vegna málsins.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner