Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. júlí 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær ósáttur við þá auka hvíld sem Chelsea fær
Mynd: Getty Images
Manchester United mætir í kvöld Crystal Palace á útivelli í 36. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Liðið mætir svo Chelsea á sunnudag í ensku bikarkeppninni. Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, er ósáttur við að United fá einungis tveggja daga hvíld fyrir undanúrslitaleikinn í bikar á meðan Chelasea, sem lék á þriðjudag, fái fjóra daga.

„Það er áhyggjuefni, augljóslega, að þeir fái 48 tíma í viðbót við okkar hvíld. Það er ekki sanngjarnt og það var rætt um sanngjarna leikjaniðurröðun þegar boltinn fór af stað aftur eftir hlé og þetta er það augljóslega ekki," sagði Solskjær.

„Ég þarf að einbeita mér að leiknum gegn Palace og svo snýst þetta um næsta verkefni í kjölfarið. Við fáum ekki beint fjóra ása á hendi, orðum það þannig, síðustu tvær vikur. Við þurfum að setja okkar í gírinn og spila vel út úr þeim spilum sem við höfum fengið. Við höfum ekki alltaf verið að spila á þriggja daga fresti en það er raunin þessa helgina og 48 klukkutimar skipta klárlega miklu máli," sagði Solskjær í gær.

Leikur Manchester United og Crystal Palace hefst klukkan 19:15 og er í beinni útsendingu á Síminn Sport.
Athugasemdir
banner
banner