Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   sun 16. júlí 2023 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Angelo Gabriel verður strax lánaður frá Chelsea
Mynd: Getty Images

Angelo Gabriel er orðinn nýr leikmaður Chelsea, enska stórveldið á einungis eftir að kynna hann til leiks.


Chelsea borgar um 15 milljónir evra til að kaupa þennan brasilíska táning frá Santos og gerir hann sex ára samning við félagið með möguleika á auka ári.

Angelo er 18 ára gamall og leikur sem hægri kantmaður að upplagi, en getur einnig spilað sem sóknartengiliður og á vinstri kanti.

Hann á 129 leiki að baki fyrir Santos þrátt fyrir ungan aldur, auk 15 leikja fyrir unglingalandslið Brasilíu.

Angelo mun taka þátt í æfingaferð Chelsea um Bandaríkin og verður svo að öllum líkindum lánaður burt frá félaginu til að öðlast reynslu.


Athugasemdir
banner
banner
banner