Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. desember 2018 18:39
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Liverpool og Man Utd: Maður leiksins kom af bekknum
Mynd: Getty Images
Liverpool vann sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Xherdan Shaqiri var maður leiksins í einkunnagjöf Sky Sports þrátt fyrir að hafa aðeins verið á vellinum síðustu 20 mínútur leiksins.

Shaqiri var skipt inn á 70. mínútu, í stöðunni 1-1. Liverpool hafði þá verið að leita sér leiða í gegnum vörn Rauðu djöflanna án árangurs í dágóðan tíma.

Svisslendingurinn knái skoraði þremur mínútum eftir innkomuna og innsiglaði sigurinn skömmu síðar.

Alisson Becker var versti maður Liverpool í dag og fékk hann 5 í einkunn enda bar hann ábyrgð á eina marki Man Utd í leiknum.

David De Gea var aftur á móti bestur í liði gestanna þrátt fyrir að fá þrjú mörk á sig.

Liverpool: Alisson (5), Clyne (7), Lovren (6), Van Dijk (7), Robertson (7), Fabinho (7), Wijnaldum (7), Keita (7), Mane (7), Firmino (7), Salah (6)
Varamenn: Shaqiri (8)

Man Utd: De Gea (7), Dalot (5), Lindelof (5), Bailly (5), Darmian (6), Matic (5), Herrera (6), Lingard (6), Rashford (6), Young (6), Lukaku (5).
Varamenn: Fellaini (5)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner