Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. janúar 2021 16:41
Ívan Guðjón Baldursson
Özil: Mun klæðast treyju Fenerbahce með stolti
Mynd: Getty Images
Fenerbahce og Mesut Özil eru í opinberum samningsviðræðum þessa stundina.

Tyrkneski fjölmiðillinn Sporx fylgist náið með gangi mála og heyrði stuttlega í Özil í dag.

„Ég mun klæðast treyju Fenerbahce með stolti! Ég er mjög ánægður," sagði Özil.

Fenerbahce er í öðru sæti tyrknesku deildarinnar sem stendur, með 35 stig eftir 17 umferðir. Liðið er aðeins stigi á eftir toppliði Besiktas og með leik til góða.

Talið er að Özil muni fá 5 milljónir evra fyrir að skrifa undir þriggja ára samning við Fenerbahce. Hann mun fá 4 milljónir evra í árslaun samkvæmt Sporx.

Özil varð heimsmeistari með Þýskalandi 2010 en á rætur að rekja til Tyrklands og hefur myndað vinskap við Tayyip Erdogan forseta Tyrklands.

Hann hefur ekki fengið mikinn spiltíma hjá Arsenal undanfarin ár þrátt fyrir að vera á ofurlaunum þar sem frammistaða hans hefur ekki þótt nægilega góð.

Özil er 32 ára gamall og er þekktur fyrir að vera með frábæran leikskilning, magnað auga fyrir sendingum og góðan vinstri fót.

Özil batt enda á samning sinn við Arsenal í gær og er því frjáls ferða sinna.


Athugasemdir
banner
banner
banner