Tryggvi Hrafn Haraldsson, leikmaður Vals, er ristarbrotinn og verður frá í allavega tvo mánuði. Þetta staðfesti Skagamaðurinn í samtali við Fótbolta.net í gær.
„Þetta er álagsbrot í ristinni. Þetta þarf að gróa, næstu tvær vikur má lítið álag á fótinn og svo vinnum við okkur upp eftir það. Það er langtímamarkmið hjá mér að vera klár í fyrsta leik í mótinu, allavega vera farinn að æfa þá," sagði Tryggvi.
„Þetta er álagsbrot í ristinni. Þetta þarf að gróa, næstu tvær vikur má lítið álag á fótinn og svo vinnum við okkur upp eftir það. Það er langtímamarkmið hjá mér að vera klár í fyrsta leik í mótinu, allavega vera farinn að æfa þá," sagði Tryggvi.
Fyrsti leikur Vals í Bestu deildinni er gegn ÍBV á heimavelli þann 10. apríl.
Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Tryggvi er frá vegna meiðsla á rist. Hann lék ekkert í um einn og hálfan mánuð í lok síðasta tímabils vegna svipaðra meiðsla.
Tryggvi lék allan leikinn gegn Fjölni í Reykjavíkurmótinu en fór í kjölfarið í myndatöku þar sem kom í ljós að hann væri brotinn. Hann er nú í gönguspelku og verður í slíkri áfram næstu daga.
Athugasemdir