Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. febrúar 2020 09:02
Magnús Már Einarsson
Man City reiknar með að missa leikmenn
Powerade
Hvað gerist hjá Manchester City í sumar.
Hvað gerist hjá Manchester City í sumar.
Mynd: Getty Images
Manchester City kemur talsvert fyrir í slúðurpakka dagsins.



Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ætlar að halda áfram sem stjóri liðsins þrátt fyrir tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. (Mirror)

Alessandro Del Piero, fyrrum framherji Juventus, telur að Guardiola henti vel fyrir félagið. Orðrómur hefur verið um að Guardiola taki við af Maurizio Sarri. (Sky Sports)

Manchester City reiknar með því að nokkrir leikmenn vilji fara í sumar ef að banni liðsins í Meistaradeildinni verður ekki aflétt. (Telegraph)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, telur að það hafi ekki áhrif á kaupstefnu félagsins í sumar ef Meistaradeilarsæti verður ekki niðurstaðan. (Mirror)

Solskjær segir mögulegt að United kaupi Odion Ighalo (30) frá Shanghai Shenhua en hann er á láni hjá félaginu. (Manchester Evening News)

RB Leipzig segir að Liverpool hafi ekki haft samband við félagið vegna framherjans Timo Werner (23) en hann hefur skorað tuttugu mörk í þýsku Bundesligunni í vetur. (Mirror)

Gabriel Magalhaes (22) varnarmaður Lille er á óskalista Arsenal og Everton en hann vill komast til Englands. (Sun)

Inter er í viðræðum við Tahith Chong (20) kantmann Manchester United en hann verður samningslaus í sumar. (Sun)

Ravel Morrison (27), sem er í láni hjá Middlesbrough frá Sheffield United, er á leið í landslið Jamaíka. (Sheffield Star)

Jack Harrison (23) vill ganga alfarið í raðir Leeds en hann er á láni hjá félaginu frá Manchester City. (Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner