Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. mars 2019 13:26
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Fyrsta tap Juventus kom í Genúa
Dybala fagnaði of snemma gegn Genoa í dag.
Dybala fagnaði of snemma gegn Genoa í dag.
Mynd: Getty Images
Genoa 2 - 0 Juventus
1-0 Stefano Sturaro ('72)
2-0 Goran Pandev ('81)

Fyrsta tap Ítalíumeistara Juventus í Serie A deildinni leit dagsins ljós í dag er liðið heimsótti Genoa.

Juve tefldi fram sterku byrjunarliði en Cristiano Ronaldo var utan hóps eftir þrennuna gegn Atletico Madrid á þriðjudaginn.

Genoa var mun betra liðið allan leikinn og átti Juve ekki eitt einasta skot á rammann.

Heimamenn í Genoa fengu dæmda vítaspyrnu en dómurinn var leiðréttur með VAR og svo skoraði Paulo Dybala fyrir Juve en markið dæmt af með VAR.

Fyrsta löglega mark leiksins kom ekki fyrr en á 72. mínútu þegar Stefano Sturaro, sem fór á sínum tíma frá Genoa til Juventus, skoraði gegn sínum gömlu félögum.

Goran Pandev innsiglaði verðskuldaðan sigur níu mínútum síðar og siglir Genoa áfram lygnan sjó um miðja deild.

Juve er svo gott sem búið að tryggja sér enn einn Ítalíumeistaratitilinn og trónir á toppnum með 18 stiga forystu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner