þri 17. mars 2020 13:38
Magnús Már Einarsson
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar settur á 27. júní
Mynd: Getty Images
UEFA hefur ákveðið að setja úrslitaleik Meistaradeildarinnar á þann 27. júní. Þetta var tilkynnt á fundi í dag.

Keppni í Meistaradeildinni var frestað í síðustu viku vegna kórónuveirunnar og óvíst er hvenær byrjað verður að spila á ný.

Síðari leikirnir eru eftir í fjórum viðureignum í 16-liða úrslitum og síðan á eftir að spila 8-liða úrslit og undanúrslit.

Úrslitaleikurinn á að fara fram í Istanbul í Tyrklandi þann 27. júní samkvæmt nýjustu fregnum. Leikurinn átti upphaflega að fara fram 30. maí.

Í júní á einnig að reyna að spila í deildarkeppnum sem hefur verið frestað sem og spila í umspili fyrir sæti á EM á næsta ári.

Þá hefur úrslitaleikur Evrópudeildarinnar verið settur á 24. júní en hann á að fara fram í Gdansk í Póllandi.

Athugasemdir
banner
banner