Þá er hann sýndur beint á heimasíðu UEFA
Liðin í pottinum: Bayer Leverkusen (Þýskaland), Feyenoord (Holland), Juventus (Ítalía), Manchester United (England), Roma (Ítalía), Sevilla (Spánn), Sporting Lissabon (Portúgal), Union Saint-Gilloise (Belgía).
8-liða úrslit Evrópudeildarinnar verða leikin 13. og 20. apríl. Undanúrslitin 11. og 18. maí og úrslitaleikurinn í Búdapest, Ungverjalandi, 31. maí.

Segjum þessari textalýsingu lokið
Takk fyrir samfylgdina, og haldið endilega upp á dag heilags Patreks! Góða helgi!

Eyða Breyta
Dregið í Sambandsdeildina klukkan 13
West Ham er meðal liða sem verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Sambandsdeildarinnar klukkan 13:00. West Ham vann síðast Evrópubikar 1965.
Liðin í pottinum:
Anderlecht (Belgía)
AZ Alkmaar (Holland)
Basel (Sviss)
Fiorentina (Ítalía)
Gent (Belgía)
Lech Poznan (Pólland)
Nice (Frakkland)
West Ham (England)
8-liða úrslit Sambandsdeildarinnar verða leikin 13. og 20. apríl. Undanúrslitin 11. og 18. maí og úrslitaleikurinn í Prag, Tékklandi, þann 7. júní.
Drátturinn í Sambandsdeildina verður ekki í textalýsingu hjá okkur en niðurstaðan kemur inn á Fótbolta.net um leið og drætti er lokið.
Eyða Breyta
Undanúrslitin:
Juventus/Sporting - Man Utd/Sevilla
Feyenoord/Roma - Leverkusen/Union
Eyða Breyta
MANCHESTER UNITED - SEVILLA
Manchester United fyrst upp úr pottinum. Sevilla sem þekkir þessa keppni út og inn!
Eyða Breyta
Upprifjun... drátturinn er að hefjast
Liðin í pottinum: Bayer Leverkusen (Þýskaland), Feyenoord (Holland), Juventus (Ítalía), Manchester United (England), Roma (Ítalía), Sevilla (Spánn), Sporting Lissabon (Portúgal), Union Saint-Gilloise (Belgía).
Eyða Breyta
The journey so far ????
— UEFA Europa League (@EuropaLeague) March 17, 2023
???? Who's going all the way?#UELdraw pic.twitter.com/5lU9iUO9Ai
Eyða Breyta

Úrslitaleikurinn í ár verður á hinum glæsilega Puskas Arena í Búdapest. Við Íslendingar eigum reyndar ekki góðar minningar frá vellinum en förum ekki nánar í það núna. Það er föstudagur, Patreksdagur ofan á það, og við viðhöldum gleðinni.
Eyða Breyta
Pedro Pinto er kynnir rétt eins og í Meistaradeildardrættinum áðan. Og við fáum væntanlega tilþrifavideo rétt eins og áðan. Ekki verið að finna upp hjólið.
Eyða Breyta
Hendum í létta könnun
Hvort liðið vinnur þetta einvígi og kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar? #fotboltinet
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 17, 2023
Eyða Breyta
Fleira sem fer af stað klukkan 12
???? Mótsmiðasalan hefst í dag kl. 12:00 á https://t.co/iwyH4UEIX5 á leiki Íslands í undankeppni EM 2024!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 17, 2023
???? https://t.co/bwhjf95qi0
???? Frekari upplýsingar um mótsmiðasöluna má finna á vef KSÍ!
???? https://t.co/6wLyOtxEqs#AfturáEM pic.twitter.com/hE3qmG53PG
Eyða Breyta
Champions League titles won by each quarter finalist's squad:
— Noah Murray (@GoleadaTV_) March 16, 2023
???????? Real Madrid: 52
???????? Bayern Munich: 12
-???????????????????????????? Chelsea: 12
???????? AC Milan: 3
???????????????????????????? Manchester City: 1
???????? Inter Milan: 0
???????? Benfica: 0
???????? Napoli: 0
£1 for anyone who guesses City's winner and what year.
Eyða Breyta
Blessun í dulargervi fyrir Arsenal? #fotboltinethttps://t.co/xQotEdKksl
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 17, 2023
Eyða Breyta
Manchester United í pottinum í Evrópudeildinni
Ég ætla að fá mér kaffibolla áður en kemur að drættinum í Evrópudeildina.
Klukkan 12:00 verður drátturinn í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Arsenal féll úr leik í vítaspyrnukeppni í gær en Manchester United er í pottinum.
Liðin í pottinum:
Bayer Leverkusen (Þýskaland)
Feyenoord (Holland)
Juventus (Ítalía)
Manchester United (England)
Roma (Ítalía)
Sevilla (Spánn)
Sporting Lissabon (Portúgal)
Union Saint-Gilloise (Belgía)
8-liða úrslit Evrópudeildarinnar verða leikin 13. og 20. apríl. Undanúrslitin 11. og 18. maí og úrslitaleikurinn í Búdapest, Ungverjalandi, 31. maí.
Eyða Breyta
Safaríkur leikur
City v Bayern, love it #UCLdraw
— Pablo Punyed (@PabloPunyed) March 17, 2023
Eyða Breyta
INTER - BENFICA
Inter fær draumadráttinn. Inter sló Porto út í 16-liða úrslitum. Halda sig við Portúgal.
Eyða Breyta
Liðin í pottinum: AC Milan (Ítalía), Bayern München (Þýskaland), Benfica (Portúgal), Chelsea (England, Inter (Ítalía), Manchester City (England), Napoli (Ítalía), Real Madrid (Spánn).
Eyða Breyta
Byrjað er að hræra í pottunum!
Liðið sem kemur fyrr upp úr pottinum byrjar á heimavelli.
Eyða Breyta
Patrick Kluivert aðstoðar líka við dráttinn

Vann Meistaradeildina með Ajax 1995, skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum þegar hann var 18 ára gamall.
Eyða Breyta
Hamit Altintop aðstoðar við dráttinn

Altintop fyrrum leikmaður Bayern München, Galatasaray og fleiri liða er mættur til að aðstoða við dráttinn. Hann spilaði með Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2010 en beið þar lægri hlut.
Eyða Breyta
Meistarinn mættur
Giorgio Marchetti fer yfir fyrirkomulagið í drættinum. Opinn dráttur að þessu sinni, lið frá sama landi geta mæst. Manchester City getur dregist gegn Chelsea sem dæmi.
Eyða Breyta
Nú er verið að spila myndband þar sem tilþrif þeirra liða sem eru í pottinum eru sýnd, auk mynda frá Tyrklandi þar sem úrslitaleikurinn verður.
Eyða Breyta
Ætlum að vinna 'fokking' Meistaradeildina
Graham Potter stjóri Chelsea steig á svið á samkomu hjá félaginu í gær og var spurður að því hvort hann væri með skilaboð til stuðningsmanna.
„Fyrst vil ég þakka þeim fyrir því þeir hafa verið mjög sanngjarnir í okkar garð. Þeir hafa staðið með liðinu og stuðningurinn verið ótrúlegur. Við þurfum á þeim að halda á laugardaginn, við ætlum að vinna Everton. Svo sjáum við dráttinn, við ætlum að reyna að vinna fokking Meistaradeildina!"
Graham Potter:
— Absolute Chelsea (@AbsoluteChelsea) March 16, 2023
“We’ll try and beat Everton, then we’ll take the draw, and then we’ll try and win the f*****g #UCL.”
[via @DremGetsTickets] pic.twitter.com/oOvHVUh0X7
Eyða Breyta
Meðan við bíðum eftir drættinum...
...er um að gera að rifja þetta mark upp, fyrst það eru nú landsleikir framundan!
???? Föstudagsmarkið - þessi endir á leiknum gegn Albaníu í Þjóðadeildinni í fyrra!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 17, 2023
???? Rewind to this equaliser six minutes into stoppage-time against Albania last year!#AfturáEM pic.twitter.com/9qoY9Oar4n
Eyða Breyta
Manchester United verður einmitt í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar klukkan 12. Við munum líka fylgjast með þeim drætti í þessari beinu lýsingu.
Eyða Breyta
Jim Ratcliffe mættur á Old Trafford.
Fulltrúar Sjeik Jassim frá Katar funduðu með hæstráðendum Manchester United í gær og nú er breski auðkýfingurinn Sir Jim Ratcliffe mættur á Old Trafford. Manchester United í söluferli og talið er að Jassim sé líklegastur til að verða næsti eigandi félagsins.
NEW | 1st pictures of British billionaire Sir Jim Ratcliffe arriving at Old Trafford with Ineos delegation to be met by Manchester United chief exec Richard Arnold for talks over potential takeover #ManUtd #ineos ?? pic.twitter.com/0dUT0UvTNh
— Dan Roan (@danroan) March 17, 2023
Eyða Breyta
Sannfærður um að Kompany stýri City einn daginn

Fyrir utan Etihad leikvanginn, heimavöll Manchester City, má finna styttu af Vincent Kompany fyrrum leikmanni liðsins. Kompany er nú að stýra Burnley sem er á hraðri leið upp í ensku úrvalsdeildina.
City og Burnley mætast í bikarnum um helgina og á fréttamannafundi í morgun sagðist Pep Guardiola, núverandi stjóri City, sannfærður um að Kompany muni sitja í sínu sæti í Manchester einn daginn.
„Eftir að hafa skoðað liðið hans er ég enn sannfærðari um að hann komi aftur hingað. Hvenær veit ég ekki, en það mun gerast," segir Guardiola.
Manchester City er í pottinum á eftir og er samkvæmt veðbönkum líklegast til að vinna keppnina. Skiljanlega þegar þessi gaur er í liðinu:

Eyða Breyta
Leiðin til Istanbúl
Það verður ekki bara dregið í 8-liða úrslitin. Einnig mun koma í ljós hvaða lið geta mæst í undanúrslitum. Spenna í lofti. Athöfnin hefst klukkan 11:00 og við keyrum þetta almennilega í gang rétt fyrir.
Eyða Breyta
Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon. Siggi Höskulds og Dóri Árna, aðstoðarþjálfarar Vals og Breiðabliks, heimsóttu nýlega einmitt salinn þar sem dregið er. Meistaraspámennirnir hressu.

Eyða Breyta

Ataturk Ólympíuleikvangurinn verður vettvangur úrslitaleiksins. Algjörlega magnað mannvirki.
Eyða Breyta
VELKOMIN Í BEINA TEXTALÝSINGU
Dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar klukkan 11:00 í dag en drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Fylgst verður með í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Chelsea og Manchester City eru fulltrúar Englands í keppninni en Ítalía á þrjá fulltrúa í 8-liða úrslitum.
Drátturinn verður opinn. Lið frá sömu löndum geta mæst!
Liðin í pottinum:
AC Milan (Ítalía)
Bayern München (Þýskaland)
Benfica (Portúgal)
Chelsea (England)
Inter (Ítalía)
Manchester City (England)
Napoli (Ítalía)
Real Madrid (Spánn)
8-liða úrslitin verða leikin 11./12. apríl og seinni leikirnir 18./19. apríl. Einnig verður dregið í undanúrslitin í dag en þau munu fara fram 9./10. og 16./17. maí. Úrslitaleikurinn verður laugardaginn 10. júní í Istanbúl, Tyrklandi.

Meistarinn sjálfur, Giorgio Marchetti, stýrir að sjálfsögðu drættinum. Bestur í Evrópu að draga og aðeins einu sinni hefur dráttur mistekist hjá honum. Svo bregðast krosstré sem önnur tré.
Eyða Breyta