Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fös 17. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Danijel Djuric (Midtjylland)
Mynd: Hulda Margrét
Nikola Djuric.
Nikola Djuric.
Mynd: Heimasíða Midtjylland
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Hulda Margrét
Nicklas Bendnter.
Nicklas Bendnter.
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Getty Images
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Hulda Margrét
Danijel Djuric fór til Midtjylland frá Breiðabliki árið 2019 og hefur leikið með unglingaliði félagsins.

Danijel skoraði á sínum tíma ellefu mörk fyrir U17 ára landslið Íslands í nítján leikjum. Hann hefur leikið tvo leiki með U19. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Danijel Dejan Djuric

Gælunafn: Dani eða Djuric

Aldur: 17 ára

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Var nýorðinn 15 ára spilaði í janúar 2018 á móti ÍA í Fótbolta.net mótinu

Uppáhalds drykkur: vatn

Uppáhalds matsölustaður: Mömmu matur alltaf bestur

Hvernig bíl áttu: Er ekki með bílpróf

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison break

Uppáhalds tónlistarmaður: Travis Scott í miklu uppáhaldi en síðan er ég búinn að vera hlusta á danskt rapp hef gaman að því

Fyndnasti Íslendingurinn: Gillz

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Fæ mér mjög sjaldan bragðaref en það myndi vera jarðaber, bláber og mars

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ”Geturu komið hjá Smáralindinni ég klesti bílinn “ Gunnar vinur minn ekki sá besti í umferðinni

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: ÍA, gæti það bara ekki

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Christian Rasmussen.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Úlfar Hinriks, Davíð Snorri , Guðmundur Brynjólfsson get ekki valið milli þeirra. Þeir hafa allir hjálpað mér mjög mikið innan vallar sem utan

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Hákon Haraldsson. Maðurinn hætti ekki að væla

Sætasti sigurinn: Þegar við trygðum okkur á EM u17

Mestu vonbrigðin: Að fá ekki að spila í Pepsi deildini áður en ég fór út til Danmerkur .

Uppáhalds lið í enska: Chealsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Binni Willums

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristian Hlynsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Nikola bróðir

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Enginn sem kemur upp í huga

Uppáhalds staður á Íslandi: Fífan, eyddi meiri tíma þar heldur en heima hjá mér

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Skoraði 8 mörk i 9-2 sigri á FH í Faxaflóamótinu í 4 flokki og endaði með 33 mörk í 12 leikjum

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Les bók, er að lesa ævisögu Nicklas Bendtner á dönsku.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Hef gaman af tennis. Er líka nýkominn með áhuga á skíðum

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mercurial Vapor bleikum

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði, rosa slappur þar

Vandræðalegasta augnablik: Var að spila æfingaleik við Wolfsburg og ég hélt að dómarinn væri að flauta til hálfleiks þannig ég tek upp boltann og labba með hann í höndunum en síðan var þetta eithver annar uppí stúku sem flautaði og það var ekkert kominn hálfleikur og það var dæmt á mig hendi - það var mjög vandræðalegt.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Rökkva Valberg, Gunnar Mýrdal og Kristian Hlyns

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Sló markamet Kolbeins Sigþórs á N1 mótinu 2015 í A liðum.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Valgeir Valgeirs vegna þess það var alltaf mikill rígur á milli okkar þegar við í Blikunum spiluðum við HK en þegar ég kynntist honum aðeins betur þá er hann topp gæi.

Hverju laugstu síðast: Man ekki er ekki mikið að ljúga er svo lélegur í þvi

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna um 9 leytið. Tek tækniæfingu með bolta klukkan 10 til 11:30, heim að borða og hvíla mig - síðan bara aftur æfing seinni partinn. Svo hef ég bara kvöldið með vinum mínum. Mjög góð rútína
Athugasemdir
banner
banner
banner