Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 17. maí 2021 17:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandaríkin: Gunnhildur og Marta spiluðu allan tímann í fyrstu umferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdótir spilaði allan leikinn síðastliðna nótt þegar Orlando Pride hóf vegferð sína í bandarísku deildinni á þessu tímabili.

Orlando Pride fékk Washington Spirit í fyrstu umferð deildarinnar. Staðan var markalaus í hálfleik.

Gestirnir frá Washington tóku forystuna þegar stundarfjórðungur tæpur var eftir af venjulegum leiktíma en forystan entist aðeins í átta mínútur því bandaríska landsliðskonan Alex Morgan jafnaði fyrir Orlando á 84. mínútu.

Lokatölur 1-1 og Orlando er búið að setja sitt fyrsta stig á töfluna á þessari leiktíð.

Gunnhildur spilaði í hægri bakverði en fyrir framan hana á vellinum var brasilíska ofurstjarnan Marta. Gunnhildur skipti yfir í Orlando frá Kansas City Royals fyrir þetta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner