Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. júní 2019 15:24
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea hafnaði tilboðum í Willian
Mynd: Getty Images
Brasilíski kantmaðurinn Willian á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea en félagið neitar að selja hann.

Sky greinir frá því að Chelsea hafi hafnað tilboðum frá Barcelona og Atletico Madrid í leikmanninn á síðustu dögum. Félögin buðu bæði 35 milljónir punda.

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að Willian væri í samningsviðræðum við Chelsea. Félagið er að reyna að semja við leikmenn til að missa þá ekki frá sér í miðju viðskiptabanni.

Willian verður 31 árs í ágúst og gæti nýtt sér viðskiptabannið til að kreista langan samning úr Chelsea.

Talið er að Chelsea sé frekar tilbúið til að missa hann frítt næsta sumar heldur en að hafa hann ekki til taks á komandi tímabili. Ef viðskiptabannið heldur mun Chelsea ekki geta keypt nýja leikmenn fyrr en næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner